JARÐARBUNGA
Tímamótaverk í fæðingu

Á Jarðarbungu eru 10 lög sem þeir Björgvin og Bjóla hafa samið í félagi, bæði lög og texta. Yrkisefnin eru margvísleg, eins og lagalistinn hér á síðunni ber með sér. Sér til liðsinnis fengu þeir svo ýmsa snillinga – söngvara og hljóðfæraleikara.
Nánar er gerð grein fyrir samstarfsmönnum hér að neðan.
AÐEINS 300 EINTÖK
Jarðarbunga kemur út í aðeins 300 númeruðum eintökum á vinyl. Stafræn útgáfa fylgir ekki – hún gæti komið síðar…
Jarðarbunga heitir hljómplata sem er komin út. Þar etja saman músíkölskum gáfum sínum og reynslu þeir Björgvin Gíslason og Sigurður Bjóla. Báðir eru löngu landskunnir tónlistarmenn og njóta ómældrar virðingar fyrir fyrri verk sín; eftir þá liggja einhver hundruð laga á óteljandi plötum fyrir utan þær plötur sem þeir hafa ýmist gert undir eigin nafni eða í félagi við aðra.
Jarðarbunga heitir hljómplata sem er komin út. Þar etja saman músíkölskum gáfum sínum og reynslu þeir Björgvin Gíslason og Sigurður Bjóla. Báðir eru löngu landskunnir tónlistarmenn og njóta ómældrar virðingar fyrir fyrri verk sín; eftir þá liggja einhver hundruð laga á óteljandi plötum fyrir utan þær plötur sem þeir hafa ýmist gert undir eigin nafni eða í félagi við aðra.
Jarðarbunga heitir hljómplata sem er komin út. Þar etja saman músíkölskum gáfum sínum og reynslu þeir Björgvin Gíslason og Sigurður Bjóla. Báðir eru löngu landskunnir tónlistarmenn og njóta ómældrar virðingar fyrir fyrri verk sín; eftir þá liggja einhver hundruð laga á óteljandi plötum fyrir utan þær plötur sem þeir hafa ýmist gert undir eigin nafni eða í félagi við aðra.

TÓNDÆMI AF JARÐARBUNGU
Eins og alkunna er kemur Jarðarbunga eingöngu út á vinyl. Hér eru svolítil sýnishorn/tóndæmi fyrir þá sem ekki geta beðið eftir vinylnum sínum. Jimi spilar þetta látlaust fyrir félaga sína í 27-klúbbnum á himnum.

KAUPA PLÖTUNA
Viljirðu eignast gripinn skaltu senda okkur línu á netfangið jardarbunga@gmail.com og við setjum þig á listann, látum svo vita þegar platan er komin til landsins og dreifing getur hafist. Fyrir þann tíma fá þeir sem hafa lagt inn pöntun upplýsingar um greiðslufyrirkomulag.
Í pöntuninni til okkar skal tilgreina:
-
Nafn
-
Kennitölu
-
Heimilisfang
-
Netfang/símanúmer
Athugið að Jarðarbunga kemur út í aðeins 300 númeruðum eintökum á 180g vinyl.
Verðið er 8,990 krónur per stykki, sendingarkostnaður innifalinn.
PERSÓNUR & LEIKENDUR
ÖLL LÖG
Björgvin Gíslason
Sigurður Bjóla
LEIKENDUR
Björgvin Gíslason: gítar, píanó, tambúra
Sigurður Bjóla: gítar, píanó
Haraldur Þorsteinsson, bassi & meðsöngur
Ásgeir Óskarsson: trommur & meðsöngur
Jens Hansson: tenór sax
Pétur Hjaltested: hljómborð & meðsöngur
Tómas Jónsson: Farfísa og önnur galdratól.
SÖNGUR
Björgvin Gíslason
Sigurður Bjóla
Mugison
Bryndís Jakobsdóttir
Einar Örn Benediktsson.
UPPTÖKUR
Upptökur fóru fram í Íragerði Árborg, Hveragerði Árnessýslu, Gerði í Grímsnesi
Upptökumenn: Sigurður Bjóla, Pétur Hjaltested, Björgvin Gíslason
Mastering: Gunnar Smári Helgason, Hellisgerði, Gran Canaria
Málverk í miðopnu: Vinir og elskhugar eftir Dagmar Agnarsdóttur
Útlit: Rakel Gróa Gunnarsdóttir & Sigrún Hanna Ómarsdóttir Löve
Framleiðsla: RPM Records APS, Brøndby, Danmörku
Útgefandi: Umbi Roy Records/Skrudda ehf
LAGALISTINN
Hlið A
er andartakið ekki æði - 3:42
engilbert M - 3:52
ég er ey - 3:30
vatN - 4:00
á klapparnöf - 4:02
Hlið B
jarðarbunga - 5:59
blæs í lúður efinn - 3:18
mannsins von - 2:51
í auga þínu - 3:45
hvað varð um hann? - 3:45
GENESIS
Tveir karlar sátu hvor í sínum kofanum sunnanlands - annar út við ysta haf, hinn í lyngmóa undir fjalli - og bjuggu til músík, hvor eftir sínu höfði. Það höfðu þeir alltaf gert og geta ekki annað.
Þeir vissu svo sem hvor af öðrum í sínum kotum og fyrir kom að þeir hugsuðu sem svo: hvað ætli gaurinn sé að bardúsa? Og svo hugsuðu þeir áfram, hvor í sínu skoti: það gæti nú verið gaman að spila með honum einhvern tíma. Við hefðum átt að gera það þarna um árið fyrir norðan.
En einn daginn tók sá við ysta haf sig til og sendi póst upp í fjall: hér er smá lagstúfur sem ég var að gera. Hvernig finnst þér?
Flott, svaraði fjallabúinn nokkrum dögum síðar.
Jæja, sagði hinn. Eigum við þá ekki að gera plötu saman?
Og þetta sumar, á meðan sól var hæst á lofti, ákváðu þeir að láta gamla drauma rætast - vinna svolítið saman í músík og jafnvel búa til efni á plötu. Stundum var unnið í skorpum í litla húsinu við hafið, stundum vann hvor fyrir sig og sendi afraksturinn til hins um ljósvakann; stundum voru langar pásur.
Þetta var allt saman nokkuð kostulegt: þeir komu úr sitt hvorum geira dægurtónlistarinnar og voru vel þekktir og fullviðurkenndir hvor á sínu sviði en það blasti ekki beinlínis við að einmitt þessir tveir menn myndu ná saman á svo dýrlega mjúkan, harðan, blíðan, grimman og ljóðrænan hátt.
Þetta fyrsta sumar leið og svo kom haust og vetur - og svo annað sumar og annað og haust og vetur með allt of miklu frosti, eins og segir í laginu. Eftir nærri fjögur ár og feiknarlega mikið af kaffi töldu þeir sig vera komna á endastöð með Jarðarbungu: báðir höfðu gefið allt sem til var að þessu sinni, þetta var orðið gott í bili – og tími kominn til að huga að næstu plötu.
ÓV
ALDUR, REYNSLA & FYRRI STÖRF
Það er ekki einsog þetta hafi verið tómt hangs og flækingur á milli félagsheimila og skemmtistaða hjá okkar mönnum, hreint ekki: menn hafa þurft að vinna fyrir því orðspori sem af Björgvin og Bjólu fer. Þessi lög öll hafa ekki samið sig sjálf þótt sum hafi komið fyrirhafnarlítið – önnur hafa verið tekin með töngum á lengri tíma og með talsverðri fyrirhöfn.
Eftir þá liggja ótal verk.
Þessi helst:

Sigurður Bjóla
-
Spilverk þjóðanna: Spilverk þjóðanna, Nærlífi, Götuskór, Sturla, Ísland, Bráðabirgðabúgí.
-
Stuðmenn: Sumar á Sýrlandi, Tívolí, Með allt á hreinu.
-
Jolli & Kóla.
-
Ferð án fyrirheits. Lög við ljóð Steins Steinarrs.
-
PS & Bjóla.
-
Samið tónlist fyrir fjölda leiksýninga.
-
Höfundur tónlistar kvikmyndarinnar Brúðguminn.


Björgvin Gíslason
-
Náttúra Magic Key (1972)
-
Pelican Uppteknir (1974)
-
Pelican Lítil fluga (1975)
-
Paradís (1976)
-
Öræfarokk (1977)
-
Íslensk kjötsúpa (1979)
-
Glettur (1982)
-
Örugglega (1983)
-
bio (2001)
-
Punktur (2005)
-
Slettur (2015)
TEFLT TIL SIGURS
Teflt til sigurs – öflugur hópur ráðgjafa, ættingja, vina og vandamanna stóð sem órofa heild að baki listamannanna við vinnslu tónverksins. Þegar mest lá við var söfnuðurinn kallaður saman til að beina hugarorkunni þangað sem hennar var helst þörf. Var þá einnig leitað í forn afrek á borð við glæsilega frammistöðu skáksveitar Hlíðaskóla í Reykjavík uppúr miðri síðustu öld.


ANDLEGIR LEIÐBEINENDUR
Andlegir leiðbeinendur við gerð Jarðarbungu – ævinlega reiðubúnir til að veita góð ráð, lesa í stjörnur og telauf. Foringi þeirra er kunnur og mikils metinn gúrú af Indlandi sem ferðast um álfuna með fylgdarliði sínu, 45 íturvöxnum konum á besta aldri.


NÝJASTA TÆKNI & VÍSINDI
Mjög var vandað til allrar vinnu við gerð Jarðarbungu og beitt nýjustu tækni og vísindaþekkingu sem aflað var utan úr heimi um stálþráð og gervitungl.

